Sólpallaslípun

Sólpallaslípun

Við höfum áratuga reynslu í sólpallaslípun um allt land. Við notum eingöngu hágæða efni sem henta Íslenskum aðstæðum.

Hringdu og fáðu tilboð í sólpallinn þinn í síma 7817200.

 

Sólpallar og viðarvörn.

Við tökum að okkur sólpallaslípun

Hreinsa sólpallinn og setja á viðarvörn Ef sólpallurinn er farinn að grána getur það reynst vel að hreinsa hann. En til þess að útlitið haldist fallegt þarf að koma nýrri viðarvörn á hann aftur. Stögugt áreiti útfjólublárra geisla sólar, veðurs og vinda verður til þess að sólpallar, sem ekki fá reglulegt viðhald upplitast, springa og verpast. Sólpallur sem fær reglulegt og gott viðhald lítur ekki aðeins betur út, hann endist líka mun lengur. Það er nokkurra daga átak að hreinsa pallinn og koma honum í gott ástand, því það þarf að líða tími á milli þess að hann er hreinsaður og þar til að má bera á viðarvörn á ný.

Vatnspróf Vatnspróf er auðveldasta leiðin til að finna út hvort það þarf að viðarverja pallinn. Sprautið vatni á pallinn. Ef yfirborðið drekkur vatnið strax í sig, þarf að endurviðarverja pallinn. Ef vatnið perlar eða flýtur ofan á pallinum, ekki ekki þörf á nýrri viðarvörn. Það gæti hinsvegar verið í góðu lagi að bera á eina umferð af pallaolíu eða álíka efni til að fríska upp á útlið. Ef þú ert viss um að pallurinn þarfnast nýrrar viðarvarnar, þá er rétt að pússa yfir grófa bletti með 80-sandpappír. Notkun á pallahreinsiefni Útfjólubláu geislarnir ná rétt niður fyrir efsta yfirborð timbursins, sem er nóg til þess að yfirborðið gránar. Við getum notað hreinsiefni, sem jafnframt lýsir yfirborðið til að hreinsa pallinn. Hreinsiefni fyrir palla hjálpar til við hreinsun á óhreinindum, blettum frá nöglum eða skrúfum, örverugróðri og sveppagróðri. Ef pallurinn er ekki nýr, ætti að nota pallahreinsi áður en ný viðarvörn er borin á. Hreinsiefni fyrir palla fást í málningardeild Húsasmiðjunnar. Um er að ræða tveggja þrepa hreinsiefni. Fyrst er notað sterkt hreinsiefni, sem þynna þarf út í vatni fyrir notkun, og síðan þarf að bera á annað efni sem fjarlægir örugglega hreinsiefnið og skilur viðinn eftir tilbúinn til að taka við nýrri viðarvörn. Gætið þess vandlega að lesa leiðbeiningarnar utan á umbúðnum og/eða fáið upplýsingar hjá sölumönnum. Fylgið nákvæmlega öryggisleiðbeiningum og viðvörunum sem fram koma á umbúðunum. Gerið vatnspróf til að ganga úr skugga um að hreinsiefnið gangi í samband við yfirborð viðarins. Notið öryggisgleraugu, verið í klæðnaði sem verndar handleggi og fætur. Ekki vera í opnum skóm.