Vélar til leigu

Vélar til leigu

Við bjóðum upp á allar vélarnar til leigu í einn sólarhring á 60.000 kr. Innifalið í því er kennsla á vélarnar og þegar við sækjum vélarnar förum við yfir gólfið með þér og aðstoðum við að lagfæra það sem lagfæra þarf.
Parketvélarnar sem við bjóðum upp á og leigjum út eru fyrsta flokks vélar sem ekki eru til á leigumörkuðum á Íslandi. Þetta eru vélar sem fagmenn kjósa að nota og árangurinn eftir því. Beltin og diskar sem við notum eru einnig fyrsta flokks og endingin allt að þrefalt meiri heldur en hjá leiguaðilum. Við bjóðum einnig uppá vönduð Urethan Lökk á aðeins 3.500 kr líterinn.

 

Beltavél –
Aðal parketslípivélin sem notuð er þegar á að slípa parket. Þetta er sama vél og fagmenn nota, mjög öflug og vinnur jaft og vel. Við seljum öll belti í vélina.

Kantslípivél-
Er sú sama og fagmenn nota og er notuð strax á eftir aðal beltavélinni. Við seljum einnig alla diska í þá vél.

Hornavél-
Kemur á eftir kantvélinni og er til slípunnar í öllum hornum og kverkum þar sem að kantslípivélin nær ekki til.

Juðari-
Juðarann er gott að nota til að fara yfir kanta, þröskulda og þar sem fólk vill, við seljum einnig allla pappíra í juðarann.

Bónvél-
Bónvélin er af öflugustu gerð bónvéla, heitir Numatic, sem fagmenn kjósa að nota. Hún er ætluð fyrir parketgólf til að eyða öllum samskiptum og er síðasta ferlið áður en til lökkunar kemur. Við seljum einnig alla paddsa og net.

Ryksuga-
Öflug sérhæfð ryksuga.